raggi80Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason fagnar 80 ára afmæli sínu í Eldborgarsal Hörpu þann 20. september. Raggi fer yfir ferilinn ásamt mörgum góðum gestum og syngur sín vinsælustu lög, þar á meðal mörg ástsælustu dægurlög þjóðarinnar. 

Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson
Kynnir: Þorgeir Ástvaldsson

Gestir:
Álftagerðisbræður

Guðrún Gunnarsdóttir
Jón Jónsson
Lay Low
Karlakór Reykjavíkur
Páll Óskar Hjálmtýsson 
ásamt fleirum.

Náðu þér í miða á miði.is

.

Raggi Bjarna - Falleg Hugsun

 Ferill Ragga Bjarna á engan sinn líka, og maðurinn raunar ekki heldur. Raggi er orðinn 79 ára gamall og sendir hér frá sér nýja plötu með frumsömdu efni. Hvatinn að plötunni er ekki síst mikil velgengni lags Bjartmars Guðlaugssonar, Þannig týnist tíminn, sem Raggi og Lay Low sungu saman á dúettaplötu Ragga frá 2012.

Lagt var upp með að fá ný lög og texta frá fremstu höfundum landsins, lög og texta í anda lags Bjartmars þar sem þroskaður söngvarinn hefði frá miklu að segja. Í stuttu máli tókst það vel og platan er stútfull af frábærum lögum og textum eftir Valgeir Guðjónsson, Jón Ólafsson, Magnús Þór Sigmundsson, Megas, Jón Jónsson ofl.

Falleg hugsun er frábær plata frá Ragga sem sjaldan hefu sungið betur. Jón Ólafsson stýrði upptökum líkt og á hinni geysivinsælu dúettaplötu Ragga frá 2012.

Hlustaðu á brot úr lögunum á Tónlist.is

(Af Tónlist.is)

.

Nánar: Falleg hugsun

DúettarBráðskemmtileg plata með Ragga Bjarna þar sem hann syngur ýmis lög, nýleg og ný, ásamt mörgum af vinsælustu söngvurum landsins. Fyrstu 2.500 eintökunum af plötunni fylgir einnig kvikmyndin "Með hangandi hendi" á DVD.

Jón Ólafsson útsetti og stýrði upptökum en í inngangi plötunnar segir Jón:

"Ragnar Bjarnason hefur verið hluti af mínu lífi frá því að ég man eftir mér. Þegar leiðir okkar hafa legið saman hefur samstarf við plötuupptöku oft borið á góma. Fyrir u.þ.b. 2 árum sagði Raggi við mig: "Mig langar að gera með þér bít-plötu og ekkert vesen." Síðastliðinn vetur var verkefninu ýtt úr vör í samstarfi við Senu en bít-platan breyttist í dúettaplötu. Bítið er svo sannarlega til staðar en áhugi Ragnars á að syngja með "unga liðinu" varð fljótt augljós. Helst vildi hann ekki hafa sungið áður inn á plötu með því ágæta fólki og lögin valdi hann eftir að hafa hlustað á aragrúa íslenskra laga. Þeir söngvarar sem leitað var til litu á það sem forréttindi að fá að syngja inn á plötu með Ragnari Bjarnasyni. Ég er sömu skoðunar og við Raggi skemmtum okkur konunglega við gerð plötunnar. Hér sýnir hann á sér ýmsar hliðar sem flytjandi og ég ætla að vera svo kræfur að vitna í Randy Bachman: "You ain't seen nothing yet!"

.

Nánar: Dúettar

Velkomin á síðuna

Bókanir / viðburðir

image
 

Bókanir | Viltu bóka Ragga á viðburð og jafnvel einhverja af vinum hans með?

Hafa samband