DúettarBráðskemmtileg plata með Ragga Bjarna þar sem hann syngur ýmis lög, nýleg og ný, ásamt mörgum af vinsælustu söngvurum landsins. Fyrstu 2.500 eintökunum af plötunni fylgir einnig kvikmyndin "Með hangandi hendi" á DVD.

Jón Ólafsson útsetti og stýrði upptökum en í inngangi plötunnar segir Jón:

"Ragnar Bjarnason hefur verið hluti af mínu lífi frá því að ég man eftir mér. Þegar leiðir okkar hafa legið saman hefur samstarf við plötuupptöku oft borið á góma. Fyrir u.þ.b. 2 árum sagði Raggi við mig: "Mig langar að gera með þér bít-plötu og ekkert vesen." Síðastliðinn vetur var verkefninu ýtt úr vör í samstarfi við Senu en bít-platan breyttist í dúettaplötu. Bítið er svo sannarlega til staðar en áhugi Ragnars á að syngja með "unga liðinu" varð fljótt augljós. Helst vildi hann ekki hafa sungið áður inn á plötu með því ágæta fólki og lögin valdi hann eftir að hafa hlustað á aragrúa íslenskra laga. Þeir söngvarar sem leitað var til litu á það sem forréttindi að fá að syngja inn á plötu með Ragnari Bjarnasyni. Ég er sömu skoðunar og við Raggi skemmtum okkur konunglega við gerð plötunnar. Hér sýnir hann á sér ýmsar hliðar sem flytjandi og ég ætla að vera svo kræfur að vitna í Randy Bachman: "You ain't seen nothing yet!"

.

Lagalisti:

1. Froðan – Raggi og Jón Jónsson
2. Syngdu fyrir mig – Raggi og Eivör
3. Can't Walk Away – Raggi og Björn Jörundur
4. Kóngur einn dag – Raggi og Svavar Knútur
5. Á puttanum – Raggi og Sigga Beinteins
6. Fjólublátt ljós við barinn – Raggi og Magni
7. Lífið er lag – Raggi og Sigríður Thorlacius
8. Ég er ekki alki – Raggi og Sveppi
9. Betri bíla, yngri konur – Raggi og Helgi Björns
10. Þannig týnist tíminn – Raggi og Lay Low

Velkomin á síðuna

Bókanir / viðburðir

image
 

Bókanir | Viltu bóka Ragga á viðburð og jafnvel einhverja af vinum hans með?

Hafa samband