SumargleðinHér skrifar Ómar Ragnarsson um Ragga og Sumargleðina í tilefni af 75 ára afmæli Ragga.

Við tókum mikla áhættu þegar við fórum af stað með Sumargleðina 1972 og fórum í beina samkeppni við héraðsmót stjórnmálaflokkanna, sem fram að því höfðu verið burðarás í skemmtanalífi landsbyggðarinnar og við Ragnar þar um borð árum saman.

Þetta var tvísýnt í byrjun en gekk það vel fyrsta sumarið, að árið eftir gátum við bætt hinni frábæru eftirhermu Karli Einarssyni í hópinn.

Þegar hann var ekki lengur í hópnum komu Halli og Laddi í hópinn 1975 og hófu þar með sinn frægðarferil.

Þeir voru þetta eina sumar en 1976 komu Bessi Bjarnason og Þuríður Sigurðardóttir í hópinn.

Þorgeir Ástvaldsson og Magnús Ólafsson komu síðan til liðs nokkrum árum síðar og þegar Þorgeir fór til starfa sem forstöðumaður Rásar tvö kom Hermann Gunnarsson til liðs.

Diddú var liðsmaður Sumargleðinnar síðasta árið 1986. Árin á undan hafði Sumargleðin endað vertíðina með skemmtunum á Hótel Sögu og síðar í Broadway, en hámark velgengninnar var vafalaust 1981 þegar húsfyllir var á hverri einustu skemmtun allt sumarið og fram á vetur.

Grein Ómars má finna á bloggsíðu hans hér.

.

Bókanir / viðburðir

image
 

Bókanir | Viltu bóka Ragga á viðburð og jafnvel einhverja af vinum hans með?

Hafa samband