raggi ellyRaggi Bjarna kom við sögu á árshátíð Eimskipafélgs Íslands 5.feb
2011 og getið er annars staðar hér á vefsíðunni.Á uppvakstarárum
hans í Reykjavík er Eimskipafélagið snar þáttur í lífi margra sem
leituðu til útlanda í leit að frama og jafnvel frægð.Raggi eins margir
ungir menn fyrir hálfri öld nutu þess að Gullfoss og fleiri skip voru
í förum -svo ekki sé talað um ferðir til Köben. Almennar flugsamgöngur
voru ekki komnar til sögunnar.

Um miðjan 7.áratug síðustu aldar þegar siglingar Gullfoss höfðu staðið
í miklum blóma um nokkurra ára skeið kom að því að markaðsmenn
félgasins vildu teygja á ferðatímabilinu og færa út kvíarnar - lengja
ferðatímabilið.Framsæknir starfsmenn Eimskipafélagsins á sviði
kynningar leituðu til bestu og vinsælustu söngkonu Íslands á þeim tíma
Ellýar Vilhjálms og fengu hana til að syngja til þjóðarinnar -Gullfoss
með glæstum brag í lagi eftir lagasmið þjóðarinnar Sigfús Halldórsson.

Reyndar heitir lagið Sumarauki og tekstinn er eftir bróður
Sigfúsar,Guðjón Halldórsson. Þetta framtak er fyrsta leikna
auglýsingin á Íslandi,þar sem kvatt er til ferða með Gullfossi
til Kaupmannahafnar utan ferðamannatímans um sumarið.

Það eina sem vantaði voru fjölmiðlar til að flytja boðskapinn
- en lagið var leikið í Ríkisútvarpið endrum og sinnum og varð þekkt.
Þegar Raggi hljóðritaði sjómannaplötu sína VEL SJÓAÐUR árið 2006 var
þetta lag á dagskrá.

Óvenjulegri upptökutækni var beitt - Ragga fleygað inn í sönginn
á upphaflegri útgáfu og útkoman varð "nýr" dúett með með eðalparinu
í sönglistinni fyrir 50 árum ...........GULLFOSS MEÐ GLÆSTUM BRAG.....
sannarlega í anda fyrrum óskabarns þjóðarinnar  Eimskipafélags Íslands.
Nú eru nýir tímar og félagið komið aftur með byr í seglin,nýir menn í brúnni,
góða ferð.

Hlusta á brot af laginu Sumarauki:

.